Birkibergi 2, 221 Hafnarfirði
Sendu póst: vatnsvit@vatnsvit.is
Byrjum snemma, hættum seint, flesta daga ársins.
Fylgdu okkur:
Þarftu pípara? Hafðu samband!
690 5797
Sendu fyrirspurn
pípulagnir fyrir heimilið
Vantar þig pípulagningamann fyrir íbúðarhúsnæði þitt?

Ætlar þú að gera upp heimilið eða uppfæra pípulagnir? Við tökum að okkur hvers kyns pípulagningar fyrir heimili. Hvort sem þig vantar aðstoð við allt verkefnið eða bara ákveðna hluta, þá getur okkar vani hópur pípulagningamanna aðstoðað. Forgangsverkefni okkar er að veita þér góða vinnu án þess að stressa allt upp eða valda ónæði. Við stefnum að lágmarks ónæði á heimilinu. Þú getur treyst okkur fyrir öllum hefðbundnum pípulögnum á þínu heimili. Svo sem:

 • Viðhald og viðgerðir
 • Gera upp
 • baðherbergið
 • Uppfærsla á eldhúsi
 • Þvottahús
 • Hitagrindur
 • Dren og skólp
 • Skipta út ofnum
 • Snjallvæða heimilið
 • Snjóbræðsla
 • Pottar, heitir og kaldir
 • Hitastýringar
Pípulagnir fyrir nýbyggingu einstaklinga

Öll verkefni sem við vinnum fyrir einstaklinga sem eru að endubæta pípulagnir á heimli eru einfaldari þegar um nýbyggingu er að ræða. Það borgar sig að vanda til verks þegar verið er að byggja nýtt. Reynsla okkar mun verða þér til mikilla hagsbóta. Hafðu samband fyrr en seinna og við aðstoðum við að skipuleggja verkefnið. Í upphafi skyldi endinn skoða 🙂

Ætlar þú að hafa snjóbræðslu? Hvað með snjall hitastýringu? Verður heitur pottur? Verður kaldur pottur?

Pípulagnir fyrir endurbyggingar verkefnið þitt

Þegar þú ákveður að gera upp heimilið þitt eða fjárfesta í viðbót, þá eru margir þættir verkefnisins sem fagmaður ætti að sjá um. Þó að það gæti verið nokkur skref í starfinu sem þú gætir reynt á eigin spýtur, þá er betra að láta það í hendur reyndra sérfræðinga sem vita hvernig á að meðhöndla uppsetningar samkvæmt byggingasamþykkt.

Þegar þú treystir Vatnsvit fyrir pípulögnum í endurgerð eða byggingu á viðbót, getur þú treyst á að við leggjum okkur fram um að tryggja að þú sért ánægður með endanlega útkomu. Við erum ekki sátt nema þú sért það!

Fáðu verðtilboð frá reyndum fagmönnum í næsta pípulagningaverkefni. Þú munt ekki sjá eftir því að fá okkar reynda teymi fagmanna í verkið.