Við sinnum allri almennri pípulagingaþjónustu fyrir húsfélög og fasteignafélög. Vandamál varðandi pípulagnir gera ekki boð á undan sér. Ábyrgðaaðilar hús- og fasteignafélaga hafa lítinn tíma til að bregðast við vanda sem tengjast pípulögnum, s.s. ofnum, heitu eða köldu vatni, snjóbræðslu, vandamálum tengdu salernum eða öðru í baðherbergjum.
Vandmál tengd vatni eru oftast aðkallandi
Flest vandamál sem tengjast vatni eru mjög aðkallandi. Þá er nauðsynlegt að hafa pípara á sínum snærum sem þekkir aðstæður, hefur áður komið að pípulögnum í húsnæðinu, þekkir kerfin og sem forgangsraðar þínum vandmálum.
Settu þig í samband áður en komin er upp vandi
Gott er að koma sér í samband við fagmann í pípulögnum áður en vandmálin koma upp.
Flest þeirra verkefna sem við vinnum fyrir húsfélög og fasteignafélög eru sambærileg verkefnum sem við vinnum fyrir einstaklinga og fyrirtæki.