Hvort sem þú rekur fasteignir, matvælafyrirtæki eða einhvern annan iðnað ertu án efa meðvitaður um hve mikilvægt pípulagnakerfið er. Bæði að, og frá, fyrirtækinu. Ef eitthvað hættir að virka eða byrjar að leka verður þú að hafa aðila sem getur hratt og vel leyst vandann.
Ella stöðvast allt.
Við vinnum með fyrirtækjum á ýmsum starfsvettvöngum. Við látum alltaf þjónustu ganga fyrir þegar vandamál skapast sem getur stöðvað starfsemi. Það er loforð.
Avinnugreinar sem við vinnum með:
Allt frá skólum til stórra framleiðslufyrirtækja. Við þjónum öllum stærðum og gerðum fyrirtækja. Við höfum nauðsynlegan búnað og þjálfun til að veita hágæða þjónustu hvar sem þú þarft á henni að halda.
- Gagnavers
- Skólar
- Skrifstofuhúsnæði
- Veitingastaðir
- Sjúkrahús
- Elliheimili
- Matvælafyrirtæki
- Iðnfyrirtæki
- Og margt fleira
Mikil reynsla af pípulögnum
Það sem viðskiptavinir okkar kunna að meta er vandað handverk okkar, fagmennska okkar og hollustu okkar við að þekkja og uppfylla allar nauðsynlegar reglur er varða pípulagnir. Þetta er nauðsynlegt til þess að halda öllum öruggum og fyrirtækjum í fullri starfsemi. Við tökum að okkur allar tegundir af nýjum pípulagnaverkefnum í atvinnuskyni, þar með talið viðbætur og endurbætur, nýbyggingar og endurbætur á húsnæði. Fyrir nýsmíði sjáum við um pípulagnaþjónustu eins og:
Forvarnir eru bestu varnirnar. Við vinnum með okkar viðskiptavinum í forvörnum.
Þetta er tíðasta verkefni hjá fyrirtækjum. Þá hjálpa snör og fátlaus viðbrögð hjá okkur. Við leysum vandan hratt og vel. Lágmarks stöðvun á starfsemi.
Til þess að bæta nýtingu og hagkvæmni eru fyrirtæki, ekki síður en einstaklingar, að snjallvæða ofna, vaska og annað. Við vinnum með þér í snjallvæðingu.
Við vinnum alla lagnavinnu fyrir matvælaiðnað þar sem vandaður frágangur og hreinlæti skiptir öllu máli.